Innlent

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins styður hvalveiðar

MYND/Vilhelm

Mikilvægur áfangi náðist þegar hvalveiðar í atvinnuskyni hófust á ný á síðasta ári, segir í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmáls sem samþykkt var í dag.

Þar segir enn fremur að landsfundurinn telji eðlilegt að veiðar sjávarspengdýra falli undir sjálfbæar nýtingu auðlinda hafsins. Helstu hvalastofnar við landið séu stórir og samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunarinnar hafi hvalir töluverð áhrif á stærð helstu nytjastofna. Enda þótt hvalveiðar séu umdeildar sé mikilvægt að Íslendingar nýti hvali eins og aðrar auðlindir sjávar á ábyrgan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×