Innlent

Réttlætismál að einstæðar konur komist í tæknifrjóvgun

Geir H Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé réttlætismál að einstæðar konur fái að fara í tæknifrjóvgun. Einstæðar konur sem vilja fara í slíka aðgerð þurfa nú að leita út fyrir landsteinana.

Gagnrýni á lög um tæknifrjóvganir kom fram í fréttum Stöðvar 2 á það að einstæðar konur hafa ekki rétt á að gangast undir tæknifrjóvgun en þær mega ættleiða börn.

Lögum um tæknifrjóvganir var breytt síðasta vor og með gildistöku laganna síðasta sumar fengu samkynhneigðar konur sama rétt til tæknifrjóvgunar og gagnkynhneigðar. Í fyrirspurnartíma á landsfundi sjálfstæðismanna var forsætisráðherra spurður um stefnu flokksins í þessum málaflokki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×