Innlent

VG: Engar frekari stóriðjuákvarðanir

Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent bréf til formanna stjórnmálaflokkanna og um leið iðnaðarráðherra, þess efnis að öllum undirbúningi og hvers kyns aðgerðum er tengjast stórvirkjunum og uppbyggingu frekari stóriðju verði hætt. Krafa stjórnar VG er að ekkert verði frekar aðhafst og engar frekari ákvarðanir teknar á þessu sviði fram yfir kosningar 12. maí nk. og þar til nýr þingmeirihluti og ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa.

Vinstri Græn minna á að andstaða almennings hefur ítrekað birst að undanförnu, nú síðast með íbúakosningu í Hafnafirði. Virkjana- og stóriðjumál eru eitt helsta átakamál kosningabaráttunnar sem nú stendur yfir og ljóst að útkoma kosninganna að mánuði liðnum mun skipta sköpum hvað varðar stefnu stjórnvalda á þessu sviði næstu ár.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×