Innlent

Núverandi stjórn heldur velli

Pjetur Sigurðsson

Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Íslandshreyfing missa fylgi samkvæmt nýjustu könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir RÚV. Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Frjálslyndir juku við sig fylgi. Á meðan fylgi Baráttuhreyfingarinnar stendur í stað með 1% fylgi. Samkvæmt þessu munu stjórnarflokkarnir tveir mælast með 47% fylgi en Kaffibandalagið svokallaða vera með 49% fylgi.

Samfylkingin nýtur stuðnings um 18% kjósenda en hafði áður 19,5% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 37% kjósenda og missir því 4% frá fyrri könnun Capasent Gallup. Íslandshreyfingin nýtur nú stuðnings 2,9% landsmanna og hafa því misst 1,6% fylgi.

Framsóknarflokkurinn jók við sig fylgi um 1,8%, fóru úr 8,1% í 9,9% fylgi. Vinstri græn juku fylgi sitt um 4% og fóru úr 21% í 25% en Frjálslyndiflokkurinn jók fylgi sitt um 0,7%, fór með því úr 5,4% í 6.1%.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×