Innlent

Nærri tveir þriðju vilja atkvæðagreiðslu um frekar stóriðju

MYND/GVA

Ríflega sex af hverjum tíu landsmönnum vilja að ákvarðanir um frekari stóriðju verði settar í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt nýrri könnun Gallup. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að 38 prósent svarenda sögðust mjög hlynnt því og 22,8 prósent frekar hlynnt.

Um 6 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvígir. Hins vegar voru 19 prósent frekar andvíg en 14 prósent mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu um frerkari stóriðju.

Þá eru tvær af hverjum þremur konum hlynntar slíkri atkvæðagreiðslu en ríflega helmingur karla. Enn fremur eru yngri kjósendur eru mun hlynntari atkvæðagreiðslum um þessi mál en eldri kynslóðir.

Þegar afstaða fólks er skoðuð eftir því hvaða flokk það styður kemur í ljós að um þriðjungur kjósenda Framsóknarflokksins er hlynntur atkvæðagreiðslu en tæplega 2/3 andvígir. Um fjórir af hverjum tíu sjálfstæðismönnum eru hlynntir en ríflega helmingur þeirra andvígur. Sjö af hverjum tíu Samfylkingarmönnum er hlynntur, tæplega fjórðungur andvígur og níu af hverjum tíu kjósendum Vinstri - grænna er fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum en 10 prósent andvíg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×