Fótbolti

Sevilla leiðir í hálfleik

Freddie Kanoute skoraði aftur gegn sínum gömlu félögum
Freddie Kanoute skoraði aftur gegn sínum gömlu félögum NordicPhotos/GettyImages

Sevilla hefur yfir 2-0 gegn Tottenham þegar flautað hefur verið til leikhlés í síðari leikjunum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Sevilla komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur með sjálfsmarki og marki frá Freddie Kanoute og nú þurfa heimamenn fjögur mörk í síðari hálfleik til að komast í undanúrslitin. Leikurinn er í beinni á Sýn Extra.

Bremen hefur yfir 2-1 gegn Alkmaar í Þýskalandi þar sem fyrri leiknum lauk með 0-0 jafntefli, markalaust er hjá Osasuna og Leverkusen þar sem spænska liðið er svo gott sem komið áfram eftir 3-0 útisigur í fyrri leiknum og enn er markalaust hjá Benfica og Espanyol þar sem spænska liðið hefur 3-2 forystu úr fyrri leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×