Innlent

Fjögur ár breyta miklu í fylgi flokkanna

Töluverður munur er á fylgi flokkanna í skoðanakönnunum núna miðað við sama tíma fyrir fjórum árum. Eini flokkurinn sem fékk meira fylgi í síðustu alþingskosningum en skoðanakannanir á lokasprettinum gáfu til kynna, var Framsóknarflokkurinn.

Núna eru 32 dagar til kosninga og fylgi flokkanna mælt með stuttu millibili. Vísir menn reyna að rýna í þær tölur og lesa úr þeim og gera sér sem gleggsta mynd um það sem gerist þann 12. maí næstkomandi. En hvernig var þetta fyrir fjórum árum? Í könnun Gallup í apríl 2003 mældist Framsókn með 13%, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með mest og nánast jafn mikið fylgi, en Frjálslyndir og Vinstri grænir jafnir neðst. Í Capacent Gallup könnun frá því í síðustu viku hefur myndin, mánuði fyrir kosningar aldeilis breyst. Framsókn með rétt rúm 8% Sjálfstæðisflokkurinn einn og afgerandi á toppnum með yfir 40% fylgi og VG næst sterkastir með rúmlega 21% fylgi. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn með innan við 20% og á botninum sitja Frjálslyndir með liðlega 5% og Íslandshreyfingin, sem ekki bauð fram síðast með tæp 5%. En hvernig er þetta í samanburði við kosningarnar vorið 2003? Framsóknarmenn fengu meira í síðustu kosningum en kannanir gáfu til kynna, einn flokka, en Samfylking voru rétt undir því sem reiknað var með sem og Frjálslyndir og VG.

 

 

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×