Innlent

Kjósendur neikvæðastir út í formann Samfylkingar

Kjósendur annarra flokka en Samfylkingarinnar eru neikvæðastir út í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur af leiðtogum stjórnmálaflokkanna og eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins sérstaklega neikvæðir út í hana. Stuðningsmenn flokkanna eru hins vegar flestir jákvæðir til Geirs H. Haarde formanns Sjálfstæðisflokksins.



Þetta kemur fram nýrri könnun Capacent Gallup sem gerð fyrir Morgunblaðið og RÚV dagana 28.mars til annars apríl. Af þeim sem eru jákvæðir út í flokksleiðtoganna kemur fram að, áberandi er að fólk er ánægðast með leiðtoga sinna flokka, sem ekki þarf að koma á óvart. Kjósendur allra flokka eru hins vegar áberandi mest jákvæðir út í Geir H. Haarde formann Sjálfstæðisflokksins. Þegar horft er til neikvæðra viðhorfa til flokksleiðtoganna kemur fram að kjósendur stjórnarflokkanna og þá helst Sjálfstæðisflokksins eru áberandi neikvæðir út í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formann Samfylkingarinnar sem er þó fjórði vinsælasti stjórnmálaleiðtoginn á eftir Ómari Ragnarssyni formanni Íslandshreyfingarinnar, Steingrími J. Sigfússyni formanni Vinstri grænna og Geir Haarde.

Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segir tiltölulega eðlilegt að Ingibjörg sé óvinsæl meðal stjórnarflokkanna þar sem hún sé leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins á þingi.



„Ingibjörg hefur náttúrulega gagnrýnt ríkisstjórnina mjög mikið undanfarið og auðvitað fengið viðbrögð til baka. Stjórnarliðar hafa auðvitað gagnrýnt hana á móti og það kannski skýrir óvinsældir hennar meðal þeirra sem ætla að kjósa stjórnarflokkanna, " segir Einar og bætir við að áberandi sé að Ingibjörg beiti sér í mun fleiri málum en Össur gerði þegar hann var formaður flokksins. Össur hafi látið sína þingmenn tala fyrir ýmsum málum en Ingibjörg virðist hafa breitt um stjórnunarstíl með því að taka sjálf slaginn í fleiri málum en áður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×