Innlent

Íslandshreyfingin sækir á á kostnað Vinstri grænna

Ómar Ragnarsson, leiðtogi Íslandshreyfingarinnar
Ómar Ragnarsson, leiðtogi Íslandshreyfingarinnar

I-listi Íslandshreyfingarinnar fengi 5,2 prósent ef kosið yrði núna, samkvæmt könnun Capacent fyrir Morgunblaðið og RÚV sem gerð var dagana 21.-27. mars. Flokkurinn virðist sækja fylgi sitt í raðir Vinstri grænna sem tapa fylgi frá síðustu könnun en mælast samt næst stærsti flokkurinn með 24 prósenta fylgi. Samfylkingin er með tæp 20 prósent, Frjálslyndir með 5,3 prósent, Framsókn með 8,3 prósent og Sjálfstæðisflokkur með 36,7 prósent sem er þremur prósentustigum yfir kjörfylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×