Innlent

Heilbrigðismálin verða aðalmálið

Umhverfismál virðast ekki eins ofarlega í huga kjósenda og ætla mætti af umræðunni. Samkvæmt vefkönnun Reykjavík síðdegis á Bylgjunni eru það heilbrigðismálin sem flestir vilja að verði aðal-kosningamálið í Alþingiskosningunum 12. maí næstkomandi.

18 prósent nefndu heilbrigðismálin. Skatta og fjármál eru í öðru sæti með 17 prósent. Önnur mál virðast skipta fólk minna máli. Þeir sem tóku þátt í könnun Reykjavík síðdegis settu samgöngumál í þriðja sæti og síðan Neytenda- og verðlagsmál. Innflytjendamál lentu í fimmta sæti og Umhverfismál og Dóms- og refsimál lentu í sjötta og sjöunda sæti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×