Innlent

Segir ESB-aðild handan við hornið

Ísland mun ganga í Evrópusambandið fyrr en síðar, ekki síst vegna vaxandi þrýstings atvinnulífsins. Þetta er skoðun Jóns Baldvins Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Jón Baldvin kom í Hádegisviðtalið á Stöð 2 í dag í tilefni þess að hálf öld er liðin frá undirritun Rómarsáttmálans. Jón Baldvin var í eldlínunni á sínum tíma þegar EES-samningurinn var undirritaður og nú sem fyrr er hann þeirrar skoðunar að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins, bæði af pólitískum og efnahagslegum ástæðum.

Að mati Jóns Baldvins mun Ísland ganga í ESB og það fyrr heldur en síðar, ekki síst vegna þess að stór hluti atvinnulífsins þrýstir mjög á um að það verði gert.

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur rifjar upp í nýútkominni bók sinni að árið 1990 hafi Davíð Oddsson verið hlynntur aðild Íslands að ESB. Þegar Alþýðuflokkurinn hafi svo sett málið á oddinn án samráðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem var þá með honum í ríkisstjórn, hafi hann svo snúið við blaðinu. Þessa kenningu Eiríks telur Jón Baldvin ósennilega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×