Innlent

Búist við samkomulagi um auglýsingakostnað á morgun

MYND/GVA

Ekki er búist að samkomulag náist um að takmarka kostnað við auglýsingar í kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í vor fyrr en á morgun. Framkvæmdastjórar flokkanna funduðu um málið í gær og að sögn Skúla Helgasonar, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, hafa þeir verið í sambandi í dag en ekki hist á formlegum fundi. Skúli segir að það þokist í samkopmulagsátt en ekki sé komin niðurstaða í málið. Hann væntir þess hins vegar að samkomulag náist á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×