Innlent

VG enn í sókn

Vinstri grænir fengju 17 þingmenn, ef kosið yrði núna, samkvæmt könnun Gallúps fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Það er fjórum þingmönnum meira en Samfylkingin fengi, en átta þingmönnum minna en Sjálfstæðisflokkurinn, sem fengi 25 menn. Framsóknarflokkurinn fengi fimm þingmenn og Frjálslyndir þrjá. Samkvæmt þessu fengju ríkisstjórnarflokkarnir ekki meirihluta á Alþingi.

Sem fyrr eru karlmenn í meirihluta þeirar sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda flokkinn, en konur eru í meirihluta stuðningsmanna hinna flokkanna.Ekki var formlega búið að stofna I- flokkinn, þegar könnunin var gerð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×