Tónlist

Elton John planar tónleikaferð

Elton John er frægur fyrir gleraugnaúrval sitt og lokkinn í eyranu.
Elton John er frægur fyrir gleraugnaúrval sitt og lokkinn í eyranu. MYND/Getty Images

Íslandsvinurinn Elton John fagnar bráðum sextugs afmæli sínu. Hann hefur verið með sýningu í Las Vegas en nú ætlar hann að fara með þá sýningu til fimm borga í Evrópu. Er þetta í tilefni þess að hann er búinn að skemmta í 40 ár og er að fylla 60 árin.

Mun Elton meðal annars spila í Versölum í París og við Bradenburgarhliðið í Berlín auk þess sem hann mun koma fram í Sevilla, Feneyjum og Moskvu. Hefst tónleikaferðalagið í maí og stendur yfir fram í júlí.

Það er ljósmyndarinn David LaChapelle sem er hönnuður sýningarinnar. Hann segir hana vera sjónrænt öfgaverk þar sem saman komi allar þær svívirðilegu og fallegu ímyndir sem Elton hefur komið fram með á ferli sínum. Það er því um glæsilegan atburð að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×