Fótbolti

Rúrik og Emil orðaðir við Viking

Emil Hallfreðsson hefur ekki fengið tækifæri með aðalliði Tottenham þrátt fyrir að vera eini eiginlegi vinstri kantmaðurinn í hópnum
Emil Hallfreðsson hefur ekki fengið tækifæri með aðalliði Tottenham þrátt fyrir að vera eini eiginlegi vinstri kantmaðurinn í hópnum NordicPhotos/GettyImages

Stavanger Aftenblad í Noregi heldur því fram að Uwe Rösler hjá Viking sé að reyna að fá Rúrik Gíslason frá Charlton til norska liðsins. Blaðið greinir einnig frá því að liðið hafi áhuga á að fá Emil Hallfreðsson frá Tottenham.

Rúrik er 19 ára gamall og hefur verið á mála hjá Charlton síðan árið 2005. Emil hefur verið úti í kuldanum hjá Tottenham allar götur síðan hann gekk í raðir félagsins, en átti ágæta rispu með liði Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Honum bauðst að ganga í raðir sænska liðsisn en hann vildi einbeita sér að Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×