Erlent

Simpansar veiða með vopnum

Simpansarnir nota ekki golfkylfur til að veiða heldur spjót
Simpansarnir nota ekki golfkylfur til að veiða heldur spjót Getty Images

Sést hefur til simpansa í Senegal sem nota spjót til að veiða sér til matar. Alls hafa vísindamenn skásetta á þriðja tug dæma um þetta. Simpansarnir nota trjágreinar sem þeir tálga með tönnunum. Vísindamennirnir segja þetta merkilega uppgötvun sem geti að einhverju leyti varpað nýju ljósi á þróun mannkyns.

Ekki hefur áður sést til simpansa reyna að veiða önnur dýr með verkfærum eða vopnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×