Innlent

Lögreglurannsókn gerð af minna tilefni

MYND/GVA

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir lögreglurannsókn hafa verið gerða af minna tilefni aðspurður um nafnlaust bréf sem fjölmörgum aðilum tengdum Baugsmálinu hefur verið sent.

Þar er því haldið fram að dómarar í Hæstarétti hafi sýknað menn og vísað frá ákæruliðum í Baugsmálinu til þess að hefna sín á Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra, fyrir að hafa beitt sér fyrir því að þeir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hafi verið skipaðir hæstaréttardómarar.

Gesti Jónssyni og Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ber saman um það að bréfið sé unnið einhverjum sem hafi þekkingu á bæði lögfræði og Baugsmálinu sjálfu. Sigurður Tómas hefur óskað eftir fundi með dómara og verjendum í Baugsmálinu en ekki hefur verið ákveðið hvenær hann fer fram.

Yfirheyrslur yfir Jóni Gerald Sullenberger héldu áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en búist er við að þeim ljúki síðar í dag. Til umræðu hefur verið meintur fjárdráttur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í tengslum við rekstur skemmtibátsins Thee Viking. Jón Gerald segir að hann og Baugsmenn hafi átt bátinn saman og því sé rangt sem Jón Ásgeir og Tryggvi haldi fram að Jóni Gerald hafi verið lánað fé til að reka bátinn.

Bréfið í heild er í PDF skjali hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×