Innlent

Röð mistaka hefði ráðið færslu yfirlýsingar

Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar sagði Tryggvi meðal annars að röð mistaka hefði ráðið því að yfirlýsing um markaðsstuðning frá færeyska fyrirtækinu SMS upp á hátt í 47 milljónir króna hefði verið færð Baugi til tekna í bókhaldi fyrirtækisins.

Tryggvi og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, eru ákærðir um bókhaldsbrot tengdu þessu samkvæmt 16. ákærulið í endurákæru setts saksóknara. Tryggvi var einnig spurður út í 15. ákærulið ákærunnar sem snýr að meintum tilhæfulausum kreditreikningi upp á tæpar 62 milljónir króna sem Nordica, félag Jóns Geralds Sullenberger, á að hafa gefið út að tilmælum Jóns Ásgeirs og Tryggva, en samkvæmt ákæru var sá reikningur einnig færður Baugi til tekna í bókhaldi fyrirtækisins.

Reiknað er með að yfirheyrslum yfir Tryggva ljúki á morgun en á fimmtudag taka við yfirheyrslur yfir Jóni Geraldi Sullenberger.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×