Viðskipti erlent

Afrita auðveldlega af Blue Ray og HD-DVD

Það er orðið alþekkt að eftir því sem framleiðendur DVD og geisladiska búa til betri afritunarvarnir finna tölvuþrjótar leiðir til að komast í kringum þær. Nú er þegar kominn í umferð lykill sem fer framhjá afritunarvörnum á bæði Blue-Ray og HD-DVD diskum, öllum. Áður þurfti sérstakan lykil fyrir hvern einstakan Blue-Ray eða HD-DVD disk.

Blue-Ray og HD-DVD standa nú í harðri samkeppni um hvort sniðið vinni almenna hylli notenda en diskarnir eiga sameiginlegt að geta geymt mun meira gagnamagn en hefðbundnir DVD-diskar. Þegar er farið að gefa út tölvuleiki og bíómyndir í hárri upplausn, „high-definition" á svona diskum.

Sony hefur veðjað á Blue-Ray í nýjum Playstation 3 leikjatölvum sem líka geta spilað kvikmyndir á Blue-Ray diskum, á meðan Microsoft veðjar á HD-DVD diska í XBox 360 leikjatölvunum. Svo virðist sem Blue-Ray sé nú að vinna stríðið eftir að HD-DVD hafði lengi vel forystu og þá skiptir sköpum að Blue-Ray spilari er staðalbúnaður í PS3 tölvum á meðan kaupa þarf sérstaka viðbót við XBox 360 til að þær spili HD-DVD.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×