Erlent

Tölvuleikir bæta sjón

Rannsóknir sýna að tölvuleikir bæta sjónina, sérstaklega þeir sem áreita augað mikið. Þeir sem spila í nokkra klukkutíma á dag eru um 20 prósent fljótari að greina bókstafi á blaði sem birtast innan um önnur tákn, sem er próf sem er notað af augnlæknum. Daphne Bavallier prófessor við Rochester háskóla í Bandaríkjunum segir að sjónstöðvar í heila þeirra sem spila tölvuleiki mikið þjálfist í að vera fljótari að greina áreiti. Það sem olli mestum vandræðum við rannsóknina í Rochester var að finna fólk úr hópi nemenda í samanburðarhóp þeirra sem ekki spila tölvuleiki, þar sem flestir nemendurnir eyða dágóðum tíma við þá iðju - og bæta þá um leið sjón sína.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×