Innlent

Þrautaþrautavarakröfu vegna olíusamráðs vísað aftur til héraðsdóms

MYND/Vilhelm
Hæstiréttur úrskurðaði í dag að héraðsdómi bæri að taka til efnismeðferðar þrautaþrautavarakröfu Sigurðar Hreinssonar á Húsavík á hendur Keri, sem áður hét Esso, vegna ólöglegs samráðs stóru olíufélaganna þriggja.



Sigurður höfðaði skaðabótamál vegna þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðsins en Ker var sýknað af bæði aðal- og varakröfuí héraðsdómi og þá varþrautavara- og þrautaþrautavarakröfuvísaðhans frá dómi.

Sigurður kærði frávísunina á kröfunum tveimur til Hæstaréttar sem féllst ekki á það með héraðsdómi að kveðja þyrfti til matsmenn til þess að geta dæmt um skaðabótakröfu. Sigurður ætti því rétt á þvíað felldur yrði efnisdómur áþrautaþrautavarakröfuhans sem kvað á um Ker ætti aðgreiða honum skaðabætur að álitum dómsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×