Sport

Öruggur sigur hjá Peter

Peter (t.v.) sækir hér að Toney í sjöttu lotunni
Peter (t.v.) sækir hér að Toney í sjöttu lotunni NordicPhotos/GettyImages

Nígeríska martröðin Samuel Peter vann í nótt öruggan sigur á Andrew Toney í þungavigt hnefaleika þegar kapparnir mættust öðru sinni í Flórída í Bandaríkjunum. Peter náði Toney einu sinni í gólfið og vann örugglega á stigum. Hann vonast nú til að hafa öðlast rétt til að mæta Oleg Maskaev um WBC beltið.

Peter mætti léttari til leiks í gær en áður og það vann með honum gegn hinum stirðbusalega Toney, sem er 12 árum eldri en Peter. "Ég var sannarlega tilbúinn í þennan bardaga og var búinn að hlaupa mikið til að koma mér í gott form, en ég er ekki vanur að gera það," sagði Peter. "Ég stríddi honum og gaf honum fótavinnu að hætti Muhammad Ali og skaut svo smá Floyd Mayweather inn í þetta. Þetta var minn besti bardagi til þessa," sagði hinn 26 ára gamli Nígeríumaður, sem hefur nú unnið 28 af 29 bardögum sínum á ferlinum. 

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×