Erlent

Aftökum á tveimur samstarfsmönnum Saddams frestað

Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirmaður byltingardómstólsins í Írak, sem til stendur að taka af lífi fyrir sömu sakir og Saddam Hussein.
Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirmaður byltingardómstólsins í Írak, sem til stendur að taka af lífi fyrir sömu sakir og Saddam Hussein. MYND/AP

Írösk yfirvöld hafa frestað því að taka tvo af nánum samstarfsmönnum Saddams Hussseins, fyrrverandi forseta Íraks, af lífi. Til stóð að taka þá Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróður Saddams, og Awad Ahmed al-Bandar, fyrrverandi yfirmann byltingardómstólsins, af lífi í dag fyrir sömu sakir og Saddam en því hefur verið frestað vegna þrýstings frá alþjóðasamfélaginu.

Fjölmargar þjóðir hafa fordæmt það að Saddam skyldi tekinnn af lífi síðastliðinn laugardag og hefur talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum beðið íröksk stjórnvöld að þyrma lífi beggja mannanna sem til stendur að hengja. Hins vegar hefur AFP-fréttastofan eftir áhrifamiklum sjíaþingmanni að mennirnir tveir verði líklega hengdir á sunnudaginn kemur.

Við þetta má bæta að tveir menn hafa nú verið handteknir vegna myndbands af hengingu Saddams Husseins sem lekið var út á netið. Báðir eru starfsmenn dómsmálaráðuneytis Íraks en hafa ekki verið ákærðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×