Viðskipti innlent

Bankahólfið: Fólk fer ekki í grænmetið

Með kaupunum á Stork Food Systems er Marel komið með öfluga stöðu í þjónustu við allar tegundir kjöts í matvælaiðnaði, sama hvort það er fuglakjöt, fiskmeti eða annað kjöt. Á kynningarfundi vegna kaupanna á fyrirtækinu fyrir helgi hafði Hörður Arnarson, forstjóri Marels, orð á mikilvægi þessa. Í matvælaiðnaði geta nefnilega komið upp áföll á borð við fuglaflensu eða kúariðu sem tímabundið fælir fólk frá einni tegund kjöts.

„En fólk þarf sitt prótein og almennt gerist það ekki grænmetis­ætur," sagði Hörður á kynningunni og vísaði til þess að áfall í einni grein matvælaiðnaðar væri þá ávísun á aukningu í annarri.

HættFreyr Þórðarson, Benedikt Gíslason, Jóhann Steinar Jóhannsson, Willie Blumenstein, Styrmir Sigurjónsson, Brynjar Hreinsson, Guðmundur Þórðarson, Björgvin Ingi Ólafsson, Margit Robertet, Markús Máni Michaelsson, Ægir Birgisson, Jesper Jóhannsen og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafa hætt störfum hjá Straumi á Íslandi í ár. Bæði Margit og Nanna keyptu hluti í Straumi í janúar 2006 á genginu 17,4 með sölurétti sem tryggði þær fyrir tapi. Við lok markaðarins í fyrradag var gengi bréfa Straums 16,9. Seldu þær? Bíður starf hjá Milestone?Stefán Jón Friðriksson hefur sagt upp starfi sínu hjá fjármálaráðuneytinu og hyggst fara í starf hjá Norræna fjárfestingarbankanum.

Forverar Stefáns hjá NIB hafa átt afturkvæmt í góðar stöður. Þannig var Guðmundur Ólason starfsmaður einkavæðingarnefndar eins og Stefán. Hann fór til NIB og endaði sem forstjóri Milestone, eins sterkasta fjárfestingarfélags á Íslandi. Þór Sigfússon var aðstoðar­maður fjármálaráðherra. Hann fór til NIB og er nú forstjóri Sjóvár, sem Milestone á. Benedikt Árnason var í fjármálaráðuneytinu, fór til NIB og er nú aðstoðarforstjóri Aska þar sem Milestone er stór hluthafi. Nú er bara spurning hvaða starf bíður Stefáns hjá Milestone-félögum þegar hann snýr aftur.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×