Viðskipti innlent

Mansal og barnaþrælkun

Auglýsing sem birtist í Bændablaðinu í gær hljómaði líkt og þar væri á ferðinni mansal og barnaþrælkun af verstu sort. Auglýsingin var svohljóðandi: „Vantar þig fjölskyldumeðlim? Elskulegur sonur minn John Deere Guðmundsson fæddur 8. apríl 2006. Notaður í 540 vinnustundir. Verð kr. 5.480.000. Bein sala.“ Við nánari eftirgrennslan reyndist sonurinn traktor af gerðinni John Deere sem húsbóndinn á bænum Guðlaugsvík í Strandahreppi hefur tekið miklu ástfóstri við. Svo djúpstæð er ástin að hann kveður tækið með kossi áður en hann heilsar konu sinni og börnum að slætti loknum, að sögn húsfreyjunnar á bænum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×