Viðskipti innlent

Lausn fyrir leiðindapúka

Í nútímasamfélagi má finna lausn á öllum sköpuðum hlutum. Meira að segja því að vera drepleiðinlegur frá náttúrunnar hendi. Stjórnendur og aðrir þeir sem eiga við þetta hvimleiða vandamál að stríða geta skráð sig á námskeið hjá Stjórnunarfélagi Íslands sem hin drepfyndna Edda Björgvinsdóttir stendur fyrir. Edda, sem þekkir allar krókaleiðir að húmornum, býður leiðindapúkum aðstoð sína. Fullyrt er að með húmorinn að vopni geti þeir auðgað líf sitt og átt gjöful mannleg samskipti í framtíðinni með bros á vör.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×