Viðskipti innlent

Sófi fyrir nýsköpun

Um þessar mundir er Klak nýsköpunarmiðstöð að flytja af efstu hæð Nýherja í Borgartúni í efstu hæðina á húsi Háskólans í Reykjavík við Kringluna sem áður hýsti Morgunblaðið. Í húsakynnum Klaks getur að líta forláta sófasett úr leðri, Chesterfield. Settið mun hafa verið eign ungs stjórnmálamanns sem nýverið settist á þing og gegnir hárri stöðu.

Sá var lengi einhleypur og festi hann kaup á því þrátt fyrir að kunningjar hans vöruðu hann við því að hitti hann konu myndi hennar fyrsta verk verða að setja mark sitt á heimilishaldið, kaupa nýtt sófasett og henda því gamla út í skúr. Ekki þarf að fara lengra út í þá sálma en spáin rættist og verma sófasettið nú nýsköpunar­bossar í djúpum hugleiðingum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×