Viðskipti innlent

Víða getur nætt um fólk

Við Smáratorg í Kópavogi er að rísa hæsta bygging landsins og gnæfir þar yfir nærsveitir. Á efstu hæð verður forláta veitingastaður og sjálfsagt unun að horfa yfir. Mikil er eftirvæntingin því heyrst hefur af því að þegar hafi verið lögð inn pöntun fyrir jólahlaðborð starfsmanna deCODE í turninum.

Nú líður að hlaðborðavertíðinni en vonandi er kvöld de­CODE ekki með þeim fyrstu í röðinni því síðast þegar fréttist vantaði enn útveggi í nýju blokkina. Því gæti farið svo að næddi um de­CODE-fólk víðar en á hlutabréfamörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×