Viðskipti innlent

Ekki hærri veltumörk

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Frjálsrar verslunar í gær að ráðuneytið hefði verið að skoða ákvæði samkeppnislaga um samruna. Nokkur atriði þurfi að endurskoða í því sambandi og frumvarp í smíðum. Í því verði til dæmis kveðið á um að samruni skuli ekki koma til framkvæmda fyrr en Samkeppniseftirlitið hafi fjallað um hann. Þá hafi komið til tals hvort hækka eigi veltumörk þeirra fyrirtækja sem þurfi að tilkynna um samruna. Björgvin sagði það skoðun ráðuneytisins „að á þeim smáa markaði sem á Íslandi er og þar sem samþjöppun er víða mjög mikil sé ekki rétt að hækka umrædd veltumörk".




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×