Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Kristján Kristjánsson
Kristján Kristjánsson
KastljósstjarnanFL Group sogar enn til sín starfsfólk. Síðast í gær var tilkynnt að Halldór Kristmannsson hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Verður hann partur af framkvæmdastjórn félagsins og mun bera ábyrgð á öllu sem snýr að samskiptamálum. Halldór er mikill reynslubolti úr Actavís, sem nýlega var afskráð og því minna um að vera þar. Annar reynslubolti, Kristján Kristjánsson fyrrverandi Kastljósstjarna, verður því undirmaður Halldórs. Ekki er vitað hvort Kristján taki þessum sviptingum þegjandi eða hugi að starfsframa á öðrum vettvangi í kjölfarið. Breytingin hefur örugglega komið honum á óvart en engin veit sína ævi í viðskiptalífinu fyrr en öll er. Fjör í LondonKristján Kristjánsson var í London í gær að undirbúa gríðarstóra kynningu FL Group þar í landi, sem kallast Capital Market Day í fjármálaheiminum. Áætlað er að um 150 manns muni sækja kynninguna í næstu viku, þar af um hundrað manns frá Íslandi. Vafalaust mikið fjör á milli power point sýninga. Hannes Smárason forstjóri vill efla enn frekar samskipti við fjárfesta og fjölmiðla og að félagið verði vel þekkt á erlendum vettvangi. Ráðning Halldórs er liður í þeirri áætlun og óhætt að segja að hann bætist í öflugan hóp stjórnenda.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×