Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Tígrisdýr hvað?
Írland hefur verið nefnt „Keltneski tígurinn" vegna uppgangs og viðsnúnings í efnahagslífinu síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Brendan Walsh, heiðursprófessor við University College Dublin, benti hins vegar á, í erindi sínu á málþingi Rannsóknaseturs um smáríki í gær, að þetta væri náttúrulega mikið misnefni. „Á Írlandi hafa aldrei verið nein tígrisdýr, ekki nema í dýragörðum," sagði hann. Að sama skapi er það væntanlega rangnefni þegar Ísland er kallað „norræni tígurinn". Hér er ekki einu sinni almennilegur dýragarður og hulið þoku gleymskunnar hvort einhvern tímann hafi verið tígrisdýr í Sædýrasafninu í Hafnarfirði, þótt þar hafi vissulega verið ljón. Bankar eins og gorkúlurUppgangur íslenska fjármálageirans hefur verið gífurlegur síðustu ár. Ekki þarf alltaf mikið til að æra óstöðugan og er til marks um það ruglingur í peningaskáp fimmtudagsins þegar höfundur, sem sér til varnar kveður „banka hér spretta upp eins og gorkúlur", ritaði nafn Aska Capital þar sem standa átti Saga Capital. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri og stærsti eigandi Sögu Capital hefur aldrei unnið hjá Öskum. Höfundur syndgaði þó ekki nema til hálfs því rétt var farið með nafn bankans í niðurlagi greinarkornsins.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×