Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Hvernig stofna á fjárfestingabankaViðskiptaráð, en svo nefnist félag viðskiptafræðinema við Háskólann í Reykjavík, stendur í hádeginu í dag fyrir forvitnilegu þingi. Þangað kemur að norðan til að halda erindi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri fjárfestingabankans nýja, Saga Capital. Þar svarar hann meðal annars spurningunni „Hvernig stofnar maður fjárfestingabanka?" Illa innrættur gestur á göngum háskólans sem augu rak í auglýsingaspjald um fyrirlesturinn tautaði: „Ætli fyrsta skrefið sé ekki að fá sér vinnu hjá Kaupþingi." En svo skemmtilega vill til að Kaupþing er meðal styrktaraðila sem taldir eru upp á auglýsingu nemendafélagsins um þingið. Alls ekki öll frá KaupþingiAthugasemd gestsins á skólagöngunum er ef til vill óþarflega meinleg því ekki er annað vitað en Þorvaldur Lúðvík hafi yfirgefið Kaupþing, þar sem hann var yfir eigin viðskiptum bankans, í mesta bróðerni áður en hann hélt til þess stóruhuga verkefnis að stofna eigin banka. Þar ræður hann rúmlega 11 prósenta hlut, stærstur 80 hluthafa. Starfsmenn eru þrjátíu og langt því frá að þeir hafi allir komið frá Kaupþingi þótt fjórir af sjö í framkvæmdastjórn bankans hafi áður verið þar starfandi. Þótt Saga Capital hafi formlega verið opnaður núna í ágústlok þá var hann stofnaður og helstu lykilstjórnendur ráðnir í lok síðasta árs.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×