Fótbolti

Heldur í Hörð og Hólmar Örn

Ætlar ekki að yfirgefa sökkvandi skútu Silkeborgar.
Ætlar ekki að yfirgefa sökkvandi skútu Silkeborgar. fréttablaðið/midtjylland avisen

Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson ætla að vera áfram hjá danska félaginu Silkeborg sem féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hörður sagði við Fréttablaðið í gær að sér liði vel í bænum en Silkeborg kom saman til æfinga í gær eftir sumarfrí.



„Okkur líður mjög vel hérna, það er gert vel við okkur og stefnan er sett á að fara beint aftur upp. Ef það gerist ekki þá mun ég skoða mín mál," sagði Hörður sem er samningsbundinn til 2009.



Hörður sagði Hólmar Örn vera í sömu stöðu en Bjarni Ólafur Eiríksson er aftur á móti kominn aftur til Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×