Fótbolti

Til Djurgarden á reynslu í dag

Rúrik er hér í miðið ásamt Theodóri Elmari Bjarnasyni og Bjarna Þór Viðarssyni.
Rúrik er hér í miðið ásamt Theodóri Elmari Bjarnasyni og Bjarna Þór Viðarssyni.

Rúrik Gíslason heldur í dag til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá Djurgarden í nokkra daga. Sigurður Jónsson er þjálfari hjá félaginu en Rúrik er í leit að nýju félagi þar sem samningur hans við Charlton er að renna út.

„Mér lýst vel á það litla sem ég veit um klúbbinn. Þetta virðist vera spennandi en ég læri auðvitað meira eftir reynslutímann. Siggi sagði mér að hann hefði áhuga á mér en mér skilst að hann þurfi að sannfæra stjórnina um þetta líka," sagði Rúrik við Fréttablaðið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×