Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

Valgerður til Ítalíu?

Ráðherrar Framsóknar sinna enn störfum sínum samviskusamlega þrátt fyrir að vera sárir út í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að stíga í vænginn við Samfylkinguna. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra lét sig því ekki vanta á ítalska viðskiptadaginn sem Ítalsk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir í gær. Valgerður ávarpaði fundargesti en þurfti frá að hverfa fljótlega eftir að hafa það þar sem fleiri ráðherraskyldur biðu hennar.

Fundarstjórinn Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og formaður Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins, kvaddi Valgerði með fögrum orðum og mátti á honum heyra að hann sæi á eftir ráðherranum fráfarandi. Hvatti hann Valgerði til að feta í fótspor sín og prófa að búa á Ítalíu. Valgerður tók vel í hugmyndina. Sagði hún aldrei að vita nema hún tæki Guðjón á orðinu, hún hefði í það minnsta kannski tíma til þess núna.

Mikilvægast að láta sig dreymaÁ fundinum tók til máls margt fólk sem samanlagt hefur víðtæka reynslu af viðskiptum Íslands og Ítalíu á milli. Allt virtist það sammála um að möguleikarnir í viðskiptum milli landanna séu töluvert fleiri en þegar hafa verið nýttir. Meðal þeirra voru Rosa Anna Coniglio Papalia, sendiherra Ítalíu á Íslandi. Hvatti hún meðal annars íslenska fjárfesta til að beina sjónum sínum frekar að þeim 58 milljóna manna mikla neytendamarkaði sem Ítalía er Þá fjallaði Guðrún Sigurðardóttir hjá Islandtours Lecco um kúnstina við að markaðssetja Ísland fyrir Ítali og Eygló Ólafsdóttir, útflutningsstjóri hjá ítalska matvælaframleiðandanum Saclà, um líkindin og ólíkindin með Íslendingum og Ítölum. Í lok fundarins hreif Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og forseti Dante-félagsinsi með sér. Minnti hann á að ekkert væri mikilvægara í þessum heimi en að láta sig dreyma.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×