Viðskipti innlent

Í góðum félagsskap

Og áfram af gleðinni hjá Green því Sunday Times segir viðskiptajöfurinn hafa verið svo ánægðan með dvöl sína í New York að hann geti vel hugsað sér að flytja þangað og fylgjast með uppbyggingu Topshop-búðanna. Ekki kemur fram hvort hann hyggist festa sér íbúð í Gramercy Park en þar eru nágrannarnir ekki af verri endanum. Að frægasta fólki veraldar undanskildu á þar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og þriðji áhrifamesti maðurinn í smásölu á Bretlandi á lista Retail Week, og sambýliskona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, heilar tvær íbúðir. Ekki kemur fram í Times hvort Jón hafi skroppið yfir á hótelið og skálað við þennan fyrrum viðskiptafélaga sinn, sem situr í sjötta sæti á sama lista Retail Week.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×