Viðskipti innlent

Veislan í Gramercy

Sir Philip Green, eigandi Arcadia, blés til mikillar veislu í New York í Bandaríkjunum á þriðjudag í síðustu viku. Tilefnið var upphaf sölu á splunkunýrri fatalínu stjörnufyrirsætunnar Kate Moss, sem hún hannaði fyrir Topshop. Green er sagður hafa á prjónunum að opna þrjár verslanir undir merkjum Topshop miðsvæðis í stórborginni fyrir lok árs og fleiri víða um landið á næstu árum. Í helgarútgáfu breska dagblaðsins Times segir að teitið hafa byrjað í faðmi æstra aðdáenda Moss í miðborginni en að því loknu fór Green ásamt stjörnufyrirsætunni og góðum vinum yfir á Gramercy Park-hótelið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×