Innlent

Spennan snýst um hvort stjórnin lifir

Stjórnmálaskýrendur telja að alþingiskosningarnar verði þær mest spennandi í áratugi og allar skoðanakannanir síðustu daga benda til þess sama. Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar en fyrir kosningarnar árið 2003. Lögregla jafnt sem veitingahúsaeigendur hafa mikinn viðbúnað vegna kosninganna.

Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkana voru birtar í gær, en engin af þeim gaf sömu mynd af því hvernig kosningarnar gætu farið.

Stjórnmálaskýrendur segja allt stefna í gríðarlega spennandi kosningar og að spennupunkturinn verði líklega hvort ríkisstjórnin heldur velli eða ekki. Þeir telja kosningabaráttuna einkennast af færri álitamálum heldur en fyrir kosningarnar árið 2003.

Mjög góð kjörsókn var á utankjörfundum um land allt. Rúmlega ellefu þúsund manns höfðu kosið í Reykjavík síðdegis í gær og á Akureyri höfðu rúmlega 1300 kosið. Óvenju margir höfðu kosið í Kópavogi og í Hafnarfirði.

Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu um land allt vegna kosningann. Lögreglan sinnir ýmsum verkefnum vegna kosninganna, fylgist með að allt sé með röð og reglu á kjörstað og tekur þátt í flutningi kjörgagna.

Ef að líkum lætur munu Íslendingar lifta sér upp, enda líta margir á kosningarnar sem hátíð.

Í vínbúðinni í Kringlunni er búið að panta tvöfalt meira magn af áfengi fyrir þessa helgi heldur en fyrir venjulega helgi. „Við höfum tekið eftir því að bjórinn er vinsæll fyrir kosningarnar. En ef það er sól selst hvítvín og rósavín líka vel,“ segir starfsmaður verlsunarinnar. Eigendur skyndibitastaða búast við miklu annríki og það sama má segja um eigendur öldur- og skemmtistaða um land allt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×