Viðskipti innlent

Raunveruleg stórðiðja

Fjárfestar tóku afkomutölum frá Landsbankanum fagnandi í gær og hækkuðu bréfin um 1,58 prósent. Hagnaður bankans fyrir skatta var um 15,5 milljarður króna fyrir fyrsta ársfjórðung. Þegar þetta er sett í samhengi við aðrar stærðir má taka eftirfarandi dæmi: Hagnaður á þremur mánuðum var sambærilegur og heildarvelta Norðuráls og Ölgerðar Egils Skallagrímssonar allt árið 2006.

Samkvæmt Frjálsri verslun velti Norðurál 8,7 milljörðum króna allt síðasta ár og Ölgerðin 6,6 milljörðum. Heildartekjur LÍ voru um 60 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi eða tæp fjórföld velta þessara stóru og þekktu fyrirtækja.

Verðlaunasjóður Guðfinnu

Það er ekki á hverjum degi sem stofnaðir eru sjóðir í nafni fólks sem enn á heilmikið inni til að bæta við metorðasafn sitt. Einn slíkur var þó settur á stofn í gær. Er hann kenndur við Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrum rektor Háskólans í Reykjavík og mögulegs framtíðarráðherra, haldi Sjálfstæðisflokkurinn velli eftir komandi kosningar.

Guðfinnu hlotnast þessi mikli heiður fyrir framlag sitt til frumkvöðlamenntunar innan HR. Að sjóðnum standa Bakkavör, Háskólinn í Reykjavík og Viðskiptaráðs Íslands. Sjóðurinn verður notaður til að verðlauna nemendur sem leggja fram bestu viðskiptaáætlunina í verkefnum innan skólans.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×