Viðskipti innlent

Bjarni til liðs við Kalla?

Nú velta menn því fyrir sér hver næsti áningarstaður Bjarna Ármannssonar kunni að vera, enda býst enginn við því að hann setjist í helgan stein, aðeins 39 ára gamall. Það er ljóst að Bjarni, sem einn af forgöngumönnum íslenska fjármála­kerfisins, ætti ekki að eiga í erfiðleikum með að finna sér starf en fastlega er búist við að hann snúi aftur inn á brautir bankakerfisins þegar lengra líður á árið. Meðal þess sem heyrist er að Karl Wernersson í Milestone og fjárfestingarbankanum Askar Capital hafi borið víurnar í Bjarna. Karl og Bjarni þekkjast auðvitað vel frá Glitnisárunum, enda var Karl lengi vel einn af stærstu hluthöfum bankans.

Hvernig er það, kemur ekki að því að nýjan forstjóra vanti yfir Innvik?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×