Viðskipti innlent

Breskir millar aldrei fleiri

Forsætisráðherratíð Tonys Blair í Bretlandi hefur verið sannkölluð blómatíð fyrir moldríka þar í landi. Skoska dagblaðið Scotsman greinir frá könnun sem sýnir að í Bretlandi hafi fjöldi milljarðamæringa (í pundum talið) þrefaldast á síðustu fjórum árum. Auður þúsund þeirra efnuðustu hefur á tímabilinu aukist um fimmtung, segir blaðið og telur 68 milljarðamæringa í Bretlandi. Þar á meðal er ríkasti maður Skotlands, Sir Tom Hunter, viðskiptafélagi Baugs, en blaðið hampar honum sem fyrsta sjálfssprottna milljarðamæringi Skota. Hann rétt nær inn á listann, er metinn á 1,05 milljarða sterlingspunda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×