Viðskipti innlent

Dúfur úr hrafnseggjum

Á fjármálamarkaði hafa einhverjir haft af því áhyggjur að fjármagnsflótti brjótist út ef Vinstri græn komist til valda. Þessi ótti á rætur í fremur glannalegum yfirlýsingum um hverju sé fórnandi til að ná fram meiri jöfnuði í samfélaginu, þar sem flutningi banka úr landi hefur verið til fórnandi.

Hræðslumönnum til huggunar má benda á að hugsanlegt er að hægt sé að koma forystumönnum Vinstri grænna í skilning um grundvallarlögmál hagfræðinnar. Þannig eru tvö börn þingmanna flokksins mjög frambærilegir hagfræðingar sem vinna hjá Kaupþingi, stærsta banka landsins; sonur Jóns Bjarnasonar og dóttir Ögmundar Jónassonar.

Leiðsögn til feðranna er því fyrir hendi, en spurning hvort þarna séu dúfur úr hrafnseggi og þar með lítils skilnings að vænta.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×