Viðskipti innlent

Böndin styrkjast

Enn styrkjast böndin milli Kaupþings og fjárfestisins Roberts Tchenguiz, sem nýverið bættist í hóp stærstu hluthafa Exista. Allt lítur út fyrir að auðkýfingurinn, með dyggum stuðningi bankans, muni taka yfir bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca sem rekur fjölda veitingastaða víðs vegar um Bretland og í Bandaríkjunum. Stjórn La Tasca mælir nú með að hluthafar samþykki tilboð Tchenguiz og Kaupþings upp á 104,2 milljónir punda, sem nemur tæpum fjórtán milljörðum króna. Áður hafði stjórnin mælt með 102 milljóna punda tilboði Tragus Group, sem er í eigu Blackstone-fjárfestingasjóðsins. Tchenguiz og Kaupþing toppuðu það hins vegar og situr nú hópurinn einn að keðjunni.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×