Viðskipti innlent

Fleira virkjað en vatnið eitt

Þegar starfsmannahátíð Alcoa Fjarðaáls var haldinn 31. mars síðastliðinn voru rétt rúm fjögur ár frá því skrifað var undir samninga við Alcoa um framkvæmdirnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á hátíðinni þar sem hann fór yfir söguna og væntingar um hversu mikil lyftistöng álverið ætti eftir að vera fyrir atvinnulíf á Austurlandi og mikilvæg viðbót við íslenskan þjóðarbúskap. „Mikið vatnsafl verður vikjað til að sjá þessari verksmiðju fyrir nægilegri orku. En ekki skiptir minna máli sá mikli mannauður og það hugvit sem í starfsfólkinu býr og verður virkjað á þessum hátæknivædda vinnustað.“




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×