Tónlist

Aldrei fór ég suður í beinni

Hljómsveitin Blonde Redhead spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.
Hljómsveitin Blonde Redhead spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður send út í beinni útsendingu á netinu. Stendur útsendingin frá 19 til 00.30 á föstudaginn og frá 15 til 2.00 á laugardaginn.

Alls verða 37 tónlistaratriði á hátíðinni. Meðal annars koma fram franska hljómsveitinn Nosfell, Ólöf Arnalds, Blonde Redhead, Esja, Dr. Spock, Ham, Lay Low, Pétur Ben, Mínus, Mugison og Sprengjuhöllin. Hátíðin er stærri nú en nokkru sinni áður og er svo komið að allt gistipláss á Ísafirði og í nærsveitum er meira og minna upppantað og virðast færri komast vestur en vilja. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.aldrei.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×