Tónlist

Mika bætist við listann

Mika, sem er ættaður frá Líbanon, spilar á Hróarskelduhátíðinni í ár.
Mika, sem er ættaður frá Líbanon, spilar á Hróarskelduhátíðinni í ár.

Nýstirnið Mika er nýjasta stóra nafnið sem tilkynnt er á Hróarskelduhátíðina sem verður haldin í júlí. Fyrsta plata Mika, Life in Cartoon Motion, hefur fengið góða dóma og hefur tónlistinni verið líkt við blöndu af Queen, Elton John, Abba, Robbie Williams og Scissor Sisters. Hefur lagið Grace Kelly notið mikilla vinsælda.

Brasilíska sveitin CSS, Datarock frá Noregi og hin belgíska Goose hafa einnig boðað komu sína á Hróarskeldu. Áður höfðu stór nöfn á borð við Björk, The Who, The Killers, Arcade Fire, Red Hot Chili Peppers, Slayer og Beastie Boys skráð sig til leiks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×