Tónlist

Gaf gítarinn

The Edge, lengst til hægri, hefur gefið uppáhaldsgítar sinn til góðgerðarmála.
The Edge, lengst til hægri, hefur gefið uppáhaldsgítar sinn til góðgerðarmála.

The Edge, gítarleikari U2, hefur gefið uppáhaldsgítar sinn til góðgerðarmála. Um er að ræða góðgerðasamtök sem The Edge átti þátt í að stofna, sem sjá um að safna hljóðfærum í stað þeirra sem eyðilögðust eða týndust þegar fellibylurinn Katrina reið yfir Bandaríkin.

„Ég vildi gefa eitthvað sem skipti mig miklu máli,“ sagði The Edge. Gítarinn, sem var smíðaður árið 1975, er af gerðinni Gibson Les Paul. Adam Clayton, bassaleikari U2, hafði áður gefið bassa sinn til samtakanna, trommarinn Larry Mullen gaf trommur og Bono gaf sólgleraugu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×