Innlent

Óskar Bergsson kosningastjóri

Óskar Bergsson
Óskar Bergsson

Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi hefur verið ráðinn kosningastjóri Framsóknarflokksins í Reykjavík. Auk þess að vera varaborgarfulltrúi hefur hann sinnt starfi formanns framkvæmdaráðs Reykjavíkur frá árinu 2006.

Óskar er menntaður húsasmíðameistari og rekstrarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann var formaður bygginganefndar Reykjavíkur 1998-2000 og varaformaður skipulags- og bygginganefndar 2000-2002. Hann var einnig formaður Félags ungra framsóknarmanna frá 1992-1995.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×