Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Óvissuferð til Barcelona

Væntanlega hafa glaðst í gær starfsmennirnir 550 frá Eimskipi og dótturfélögum þegar í ljós kom að óvissuferð sem lagt var upp í um morguninn endaði í borginni Barcelona á Spáni. Mikil spenna hafði ríkt fyrir ferðina, en óvissuferðin er sú þriðja sem Eimskip býður sínu fólki upp á. Í fyrra var ferðinni heitið til Montreal í Kanada og árið 2005 var haldið til Búdapest í Ungverjalandi. Flogið var á Boeing 747-300 vél Air Atlanta Icelandic sem er dótturfélag Eimskips.

Um næstu helgi er óvissudagur haldinn fyrir starfsfólk 365 sem enn ríkir leynd yfir, en má væntanlega slá föstu að ekki verði farið til útlanda, svona miðað við tap síðasta árs.

Kostnaður og gjöld krufin

Alþýðusamband Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja hafa fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að gera samanburðarúttekt á þjónustugjöldum banka og sparisjóða á Norðurlöndum. Mikill gróði bankanna í fyrra hefur getið af sér margvíslegar bollaleggingar um meint okur sem nú verður væntanlega hægt að hrekja eða sanna með afgerandi hætti. Samtök fjármálafyrirtækja eru væntanlega örugg um að hér verði ekki upplýst um okur fyrst þau láta leggja í þessa rannsókn.

Í fyrsta áfanga rannsóknarinnar verður lagt verður mat á helstu þjónustuliði, svokölluð þjónustugjöld, en í síðari áfanga verður kannaður kostnaður vegna lántöku, uppgreiðslugjald og vaxtamunur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×