Tónlist

Offertorium

Sofia Gubaidulina tónskáld Íslenskir hljóðfæraleikarar hafa sýnt verkum hennar sóma á undanförnum dögum.
Sofia Gubaidulina tónskáld Íslenskir hljóðfæraleikarar hafa sýnt verkum hennar sóma á undanförnum dögum.

Sif Tulinius leikur fiðlukonsert eftir tónskáldið Sofiu Gubaidulinu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum sveitarinnar í kvöld.

Gubaidulina hefur um áratugaskeið verið í fremstu röð kventónskálda í heiminum en Sif leikur konsertinn Offertorium.

Sif Tulinius hefur verið 2. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í sjö ár. Hún hóf nám í fiðluleik sjö ára gömul hjá Gígju Jóhannsdóttur og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1991 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og stundaði síðar framhaldsnám í Bandaríkjunum

Á efnisskrá tónleikanna eru einnig verk sem samin hafa verið við frægustu ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare. Annars vegar er hér um að ræða forleikinn eftir Tsjajkovskíj og hins vegar þætti úr 1. og 2. ballettsvítu Prókofíevs. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Finninn Pietari Inkinen.

Tónleikarnir fara að venju fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×